Ása Sigríður Þórisdóttir 5. jan. 2022

Tölfræði um krabbamein uppfærð til ársins 2020

Á heimasíðu Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands (RSKÍ) má finna ýmsa tölfræði um krabbamein, undir Rannsóknir og skráning. Nýgengi, dánartíðni og lifun eru birt sem meðaltal 5 ára til að jafna út tilviljunarsveiflum sem eru algengar í hinu fámenna íslenska þýði. Þessi tölfræði er uppfærð árlega. Nýgengi og dánartíðni eru aldursstöðluð með norrænum aldursstaðli.

Nýgengi, dánartíðni og lifun eru birt sem meðaltal 5 ára til að jafna út tilviljunarsveiflum sem eru algengar í hinu fámenna íslenska þýði. Þessi tölfræði er uppfærð árlega. Áfram eru krabbamein í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli- og endaþarmi og lungum þau krabbamein sem greinast oftast og flestir deyja úr.

RSKI

Tíðnitölur (nýgengi og dánartíðni) nú aldursstaðlaðar með Norræna aldursstaðlinum.

Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar efri ára. Þar sem aldurssamsetning þjóða breytist með tímanum og er ólík milli þjóða, er nauðsynlegt að aldursstaðla sjúkdómatíðnina til að hægt sé að bera hana saman milli ólíkra tímabila og við önnur lönd.

Aldursstöðluð tíðni er mælikvarði á þá tíðni sem hefði sést ef þýðið hefði tiltekna staðlaða aldurssamsetningu. Algengt hefur verið að miða við svokallað alheimsþýði (W - World standard population) en í þeim staðli er hlutfall yngra fólks mun hærra en á Norðurlöndunum. Síðustu ár hafa Norðurlöndin í auknum mæli notað norræna aldursstaðalinn (N - Nordic 2000 population ) en aldursdreifing hans miðast við mannfjölda á Norðurlöndunum árið 2000 og verður þá aldursstöðluð tíðni líkari hrárri tíðni fyrir þau lönd.

Athugið að aldursstaðlaðar niðurstöður eru ekki raunverulegar niðurstöður (eins og fjöldatölur) heldur afleiddar og verður að túlka sem slíkar til samanburðar.

Á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands hafa fram til þessa verið birtar aldursstaðlaðar tíðnitölur miðað við alheimsstaðall (W) en nú eru þær í fyrsta sinn miðaðar við norrænan aldursstaðal (N). Á NORDCAN heimasíðu er hægt að nota bæði W og N aldursstaðla.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?