Björn Teitsson 26. jún. 2021

Tímalína Krabba­meins­félags­ins í 70 ár

Krabbameinsfélagið var stofnað þann 27. júní árið 1951 og er því orðið 70 ára gamalt. Það telst auðvitað hinn besti aldur. Mikill árangur hefur náðst í baráttunni gegn krabbameinum á þessum tíma en félagið vill ávallt gera betur. 

Stofndagur Krabbameinsfélags Íslands telst vera 27. júní árið 1951 sem er því vera opinber afmælisdagur félagsins. Þegar félagið var stofnað hafði þá þegar verið stofnað Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélag Vestmannaeyja. Aðildarfélögin eru 22 talsins í dag og gegna enn í dag mikilvægu hlutverki. Með þátttöku þeirra tókst að vinna grettistak í baráttu gegn krabbameinum. Það tók Ísland ekki langan tíma að komast í fremstu röð en því má þakka ríka þátttaku almennings og stuðning við markmið félagsins, sem voru frá upphafi: 

  • Fræða almenning um helstu byrjunareinkenni.
  • Stuðla að aukinni menntun lækna í greiningu og meðferð.
  • Fá hingað fullkomnustu lækningatæki og nægt sjúkrarými.
  • Bjóða upp á fullkomnustu sjúkrameðferð sem völ væri á.
  • Stuðla að krabbameinsrannsóknum hér á landi.

Til hamingju með daginn, kæru Íslendingar. Krabbameinsfélagið þakkar fyrir stuðninginn á liðnum áratugum og hlakkar til komandi ára þar sem margt er óunnið og við ætlum okkur stóra hluti. 



Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?