Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. okt. 2019

Þungar áhyggjur af bið eftir brjóstaskoðunum

Á málþinginu „Þú ert ekki ein“ sem haldið var þann 15. október síðastliðinn í tilefni af Bleika mánuðinum, var skorað á framkvæmdastjórn Landspítala og heilbrigðisráðherra að stytta biðtíma eftir sérskoðunum eftir að grunur vaknar um brjóstakrabbamein. 

Í áskoruninni segir: „Þungum áhyggjum er lýst af því hvernig biðtími hefur lengst eftir frekari skoðunum í kjölfar skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Jafnframt er lýst áhyggjum af löngum biðtíma sem getur verið eftir viðtali hjá skurðlæknum.“

Í áskoruninni kemur fram að í evrópskum gæðaviðmiðum EUREF (European Reference Organisation for Quality Assured Breast Cancer Screening) segi að vakni grunur um krabbamein í reglubundinni skimun, skuli tími í frekari skoðun liggja fyrir innan 5 virkra daga. Á þessu ári hefur biðtíminn hjá Landspítalanum verið að meðaltali 35 almanaksdagar.

“Skorað er á framkvæmdastjórn Landspítala og yfirvöld að setja þessi mál í forgang þegar í stað þannig að biðtími verði ekki lengri en viðmið EUREF segja til um. Þetta er óásættanleg staða,” segir ennfremur í áskoruninni.

„Það er algjörlega óviðunandi staða fyrir konur að svo langur tími líði frá því að þær mæta í skimun þar til þær eru kallaðar inn í frekari skoðun. Enda er það raunin að oft kemur innköllunin þeim algerlega í opna skjöldu. Á þessu þarf nauðsynlega að finna varanlega lausn“ segir Brynja Björk Gunnarsdóttir, formaður Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna.

Þú ert ekki ein - Málþing

Málþingið var haldið í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð og skipulagt af Brjóstaheillum – Samhjálp kvenna, Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Það var afar vel sótt og áskorunin var samþykkt einróma af fundarmönnum. Málþinginu var streymt á streymisveitu Krabbameinsfélagsins.

„Það er hins vegar gleðiefni að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins er langt innan þeirra tímamarka sem EUREF setur varðandi niðurstöður úr reglubundinni skimun. Niðurstaða úr skimunum hefur á þessu ári að meðaltali legið fyrir innan 4,7 daga en í viðmiðum EUREF segir að þær skuli liggja fyrir innan 10 til 15 daga. Sömuleiðis er það afar ánægjulegt að sterkar vísbendingar eru um að þátttaka kvenna í skimunum sé að aukast verulega. Sú aukna þátttaka eflir okkur hjá Krabbameinsfélaginu í að halda áfram á þeirri braut sem við erum og gera enn betur,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?