Ása Sigríður Þórisdóttir 13. nóv. 2023

Þráinn og Freyja fá heiðursslaufu Krabbameinsfélagsins Sigurvonar

Þráinn Ágúst Arnaldsson og Freyja Óskarsdóttir fengu heiðursslaufu vestfirska Krabbameinsfélagsins Sigurvonar í bleikum október í þakklætisskyni fyrir frábært framtak þeirra í þágu félagsins.

Þráinn og liðsfélagar hans í handboltadeild Harðar framleiddu bleika styrktartreyju í þágu Sigurvonar og Bleiku slaufunnar og seldu í október í fyrra. Þá léku liðið einnig í bleikum treyjum í Olís-deild karla þann mánuð til að vekja athygli á félaginu og áverkniátakinu. Hugmynd að þessu verkefni kom vegna tengingar þeirra vina, Þráins og Stefáns, við fjölskyldumeðlimi sem höfðu greinst með krabbamein. Móðir Þráins greindist með brjóstakrabbamein rétt fyrir Covid-19, eða í janúar 2020, en er í dag laus við krabbameinið.

Freyja stofnaði Hlaupahóp Öllu í minningu systur sinnar Aðalbjargar Óskarsdóttur sem lést í mars eftir stutta baráttu við ristilkrabbamein. Hópurinn safnaði áheitum í þágu Sigurvonar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og söfnuðu tæplega 3,5 milljónum króna sem rennur beint til þeirra sem Sigurvon styður í krabbameinsbaráttunni en félagið veitir styrki til að reyna að jafna þann búsetumun sem hlýst af því að þurfa að sækja krabbameinsmeðferð utan heimabyggðar.

Sigurvon hefur ávallt notið góðs af hlýhug og velvilja Vestfirðinga og í ár þótti ómögulegt að velja á milli þessara tveggja frábæru einstaklinga sem hafa stutt svo dyggilega við félagið. Ákvað stjórnin því að veita tvær heiðursslaufur til að reyna sýna hversu þakklát og meir hún er yfir stuðningnum.

  • Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins og heiðursslaufurnar tvær má finna ávefsíðu Sigurvonar.
  • Krabbameinsfélagið Sigurvon er eitt af 27 aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins.

Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?