Ása Sigríður Þórisdóttir 6. mar. 2024

Þátttaka í Mottumarshlaupinu fór fram úr björtustu vonum

Þar sem inntak Mottumars er hreyfing og hlaupársdagur var í ár kom ekkert annað til greina en að láta fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins marka upphaf átaksins. Skráning í hlaupið fór fram úr okkar björtustu vonum en alls skráðu sig til leiks 480 manns. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um þá stemmingu sem ríkti.

Mottumarshlaupið var ræst frá Fagralundi í Kópavogi og 5 km hringur farinn á þeim hraða sem hver og einn kaus, á tímatöku eða ekki, svo mátti líka stytta sér leið. Skráning í hlaupið fór fram úr okkar björtustu vonum en alls skráðu sig til leiks 480 manns. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um þá stemmingu sem ríkti.

Við vonumst til þess að Mottumarshlaupið nýtist sem hvatning til áframhaldandi hreyfingar. Regluleg hreyfing er mikilvægur þáttur í að draga úr líkum á krabbameinum!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í hlaupinu og öllum þeim sem komu að skipulagningu og framkvæmd kæralega fyrir stuðninginn.

423738085_852902709854863_1816562495468378394_n423735553_700324668966921_2385385642188738895_n

Adsent423735551_420282770559618_1859725453013144802_n

  • Inni á Facebooksíðu Mottumars má nálgast enn fleiri myndir úr hlaupinu í myndaalbúminu „Mottumarshlaupið." 

423735681_1561907554660035_4946797034461908589_n


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?