Sigurlaug Gissurardóttir 24. jan. 2017

Þakkir fyrir þriggja áratuga samstarf

Heilsugæslulæknarnir í Laugarási Pétur Skarphéðinsson og Gylfi Haraldsson, hafa látið störfum eftir ríflega þriggja áratuga starf og því er skilt að þakka þeim gott samstarf við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þessum starfstíma, Pétri frá júlí 1983 og Gylfa frá október 1984. Pétur var frá upphafi sá sem hafði milligöngu um samstarfið við Leitarstöðina og nefndist því í skipuriti leitarinnar sem ábyrgur staðarlæknir fyrir leitarstarfinu í umdæmi Laugaráss. Hann var frá upphafi mjög áhugasamur um að efla leitarstarfið í heilsugæsluumdæminu og vegna vandamála við mönnun leitar á Selfossi varð því að samkomulagi að leghálskrabbameinsleitin yrði framkvæmd einu sinni á ári í Laugarási sem aftur leiddi til ásættanlegrar þriggja ára mætingar.

Þegar leit að brjóstakrabbameini með brjóstamyndatöku var fyrst skipulögð frá nóvember 1987 varð að samkomulagi milli Leitarstöðvarinnar, Rafarnarins (sem sá um tæknilega framkvæmd leitarinnar) og Péturs að leitin yrði fyrst framkvæmd í gömlu heilsugæslustöðinni í Laugarási, en sú stöð er mun minni en núverandi heilsugæslustöð. Sú tilraun tókst með miklum ágætum og sannaði að ekki ættu að koma upp vandamál við þessa leit annars staðar á landinu. Starfsfólk Leitarstöðvarinnar vill á þessum tímamótum þakka þeim Pétri, Gylfa og öðru starfsfólki gott samstarf á tímabilinu á starfstíma þeirra.

Fyrir hönd starfsfólks Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins,
Kristján Oddsson yfirlæknir og Kristján Sigurðsson fyrrverandi yfirlæknir


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?