Ása Sigríður Þórisdóttir 6. des. 2022

Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Settu grænmeti, ávexti og ber í jólabúning á aðventunni. Finndu sniðuga útfærslu á því hvernig bera megi fram grænmeti og/eða ávexti og ber á jólalegan og nýstárlegan hátt. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Framsetning er frjáls en getur t.d. verið meðlæti á veisluborð, skemmtilega útlítandi matarbakki eða máltíð eða bara hvaðeina sem ykkur dettur í hug.

Nota má hvaða grænmeti, ávexti og ber sem er í uppröðunina. Til að festa hluti saman má nota grillprjóna og tannstöngla og hummus sem ,,lím“ eða til skreytinga og svo má nota pínulítið af þeyttum rjóma til skreytingar.

  • Sendu okkur mynd eða myndskeið af þínu framlagi ásamt lýsingu á innihaldi og aðferð á jol@krabb.is fyrir miðnætti 12. desember.

    Krabbameinsfélagið áskilur sér rétt til að deila innsendum myndum á miðlum félagsins.
  • Úrslit verða kynnt 13. desember.

Vinningar verða veittir fyrir þrjár bestu útfærslurnar:

  • 1.sæti: Gjafabréf frá Bónus að upphæð 40.000 þús og ávaxtakarfa frá Bönunum
  • 2. sæti: Gjafabréf frá Hagkaup að upphæð 20.000 þús og ávaxtakarfa frá Bönunum
  • 3.sæti: Gjafabréf frá Hagkaup að upphæð 10.000 þús og ávaxtakarfa frá Bönunum


Aukaverðlaun: Gjafabréf frá Lemon og fleirum.

Jólaleikurinn er í samstarfi við Banana. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?