Ása Sigríður Þórisdóttir 26. okt. 2022

Takk fyrir að SÝNA LIT

Gleðin var alls ráðandi á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar í Háskólabíói þann 29. september. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um stemminguna.

Á Bleika kvöldinu var auglýsing átaksins sýnd sem byggir á ljóði eftir Ásdísi Ingólfsdóttur en saga hennar er einstök. Ásdís greindist með brjóstakrabbamein í tvígang. Fyrst fann hún æxli í vinstra brjósti og fimm árum síðar í hinu. Reynsluna setti hún fram í ljóðinu „Dregið verður um röð atburða“ sem herferð Bleiku slaufunnar byggir á. 

IMG_1755Bleik_74

 

 

 

 

Ásdísi og þeim Orra Finnbogasyni og Helgu Friðriksdóttur hjá Orrifinn Skartgripum, sem hönnuðu slaufuna í ár, var þakkað kærlega fyrir þeirra mikilvæga framlag til Bleiku slaufunnar. 

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, fór svo stuttlega yfir starfsemi félagsins og mikilvægi Bleiku slaufuna sem árverkni- og fjáröflunarátaks.

Bleik_76

Bleik_79

 

 

 

 

Síðan komu þau Rebekka Blöndal og Karl Olgeirsson og tóku nokkur lög og komu gestunum í réttu Parísarstemminguna fyrir forsýningu myndarinnar „Mrs. Harries goes to Paris"

 
https://www.youtube.com/watch?v=pVftZpwo954

IMG_1739

IMG_1738_1666799572569Bleik_5Bleik_23Bleik_24Bleik_26Bleik_28Bleik_37Bleik_46Bleik_48

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?