Ása Sigríður Þórisdóttir 30. des. 2021

Styrktu gott málefni og fáðu skattaafslátt í leiðinni

Frá og með 1. nóvember 2021 áttu rétt á skattaafslætti þegar þú styrkir Krabbameinsfélagið. Þetta á við um einstaka styrki eða gjafir og mánaðarlega styrki Velunnara.  Krabbameinsfélagið kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín. 

 Leggðu okkur lið og nýttu þér skattaafsláttinn í leiðinni

Stuðningur þinn er okkur mikilvægur því öll starfsemi Krabbameinsfélagins byggir á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja.

Frá 1. nóv. 2021:

Geta fyrirtæki fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem framlag eða gjöf er veitt.

  • Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Krabbameinsfélagið um 1 milljón lækkar tekjuskattinn sinn um 200 þúsund krónur. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 800 þúsund fyrir 1 milljóna styrk til félagsins.

Geta einstaklingar fengið skattaafslátt ef styrkupphæð er á bilinu frá 10.000 til 350 þúsund króna. Styrkurinn kemur til lækkunar útsvars- og tekjuskattsstofns á almanaksári.

  • Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 20 þúsund króna styrk til Krabbameinsfélagsins fær skattafslátt að fjárhæð 7.600 krónur og greiðir þannig í raun 12.400 fyrir 20 þúsund króna styrkt til félagins1.

Hámarksstyrkupphæð hjá hjónum og sambúðarfólki sem kemur til lækkunar útsvars og tekjuskattsstofns er 700 þúsund krónur á ári. Frádráttur hjóna og sambúðarfólks er ekki millifæranlegur og ber því að halda styrkjum hvers einstaklings aðgreindum.

Leggðu okkur lið

Stuðningur þinn er okkur mikilvægur því öll starfsemi Krabbameinsfélagins byggir á framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Leggðu okkur lið og taktu þátt í baráttunni gegn krabbameini.

Þú getur gerst Velunnari Krabbameinsfélagsins með því að styðja við baráttuna gegn krabbameini með mánaðarlegu framlagi og styrkja þannig rannsóknir, fræðslu og forvarnir og endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðning til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Velunnarar eru ómetanlegt bakland Krabbameinsfélagsins allan ársins hring.

Frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til Krabbameinsfélagsins var heimilaður með breytingu á lögum sem samþykktar voru í apríl síðast liðnum. Breytingin tók gildi 1. nóvember 2021.

1 Útreikningar gera ráð fyrir meðaltekjum en tekjuskattshlutfall er breytilegt.


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?