Guðmundur Pálsson 1. feb. 2019

Óskað er eftir um­sókn­um um styrki úr Vísinda­sjóði Krabba­meins­félags­ins

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 4. mars kl. 16.00. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 

Fjölbreytt rannsóknarverkefni eru styrkt af Vísindasjóðnum. Á síðustu tveimur árum hefur 98 milljónum króna verið varið í rannsóknir á vegum sjóðsins. Framlag þeirra er mikilvægt á fjölbreyttum vettvangi, t.a.m. fyrir þróun meðferðarúrræða, betri meðferð barna og andlega heilsu og lífsgæði sjúklinga. Nánar er fjallað um rannsóknirnar á síðu sjóðsins .

Nú er óskað eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í þriðja sinn

  • Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar er að finna hér
  • Umsóknarfrestur er til mánudagsins 4. mars nk. kl. 16:00
  • Umsóknir skal senda rafrænt á visindasjodur@krabb.is
  • Hámarksupphæð styrks er 10 milljónir króna
  • Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel tilgang og úthlutunarreglur sjóðsins

Stofnfé sjóðsins eru styrkir og gjafir frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Við þökkum öllum velunnurum félagsins. Með ykkar stuðningi varð stofnun sjóðsins að veruleika.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?