Guðmundur Pálsson 8. apr. 2022

Stuðningur við fólk með krabba­mein í Úkraínu

Stjórn Krabbameinsfélags Íslands ákvað á fundi sínum þann 15. mars að styðja samstöðusjóð UICC (Union for International Cancer Control) með 1.500.000 kr. framlagi. Sjóðurinn var stofnaður til að styðja við krabbameinsfélög í Úkraínu og nágrannalöndum, sem vinna með krabbameinssjúklingum og fjölskyldum þeirra. 

Aðstæður eins og blasa nú við í Úkraínu koma sérstaklega illa við fólk með krabbamein og fjölskyldur þeirra. „Fólk með krabbamein getur þurft að flýja heimaland sitt, án þess að vita hvert, líkt og aðrir, það er í raun óhugsandi og lætur engan ósnortinn“ segir Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins. „Stofnun sjóðsins gefur einstakt tækifæri til að styðja við fólk í mjög erfiðri stöðu“, segir Valgerður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja krabbameinsfélög í Úkraínu og nágrannalöndunum til að takast á við þá stöðu sem margir krabbameinssjúklingar í Úkraínu standa frammi fyrir vegna stríðsins.

Sjóðurinn mun meðal annars nýtast til að:

  • Hjálpa til við rekstur krabbameinsfélaganna
  • Kosta lyf og búnað
  • Byggja upp eftir eyðileggingu
  • Greiða kostnað vegna flutnings á sjúklingum
  • Greiða kostnað við flutning sérfræðinga frá öðrum löndum inn á svæðið
  • Styðja við heilbrigðisstarfsfólk sem veitir meðferð og umönnun á svæðinu
  • Styðja við fólk sem stundar krabbameinsrannsóknir á svæðinu.

Umsýsla með sjóðinn verður hjá UICC í Sviss, í samræmi við lög og reglur þar í landi.

Gætt verður að því að vanda til verka varðandi úthlutanir úr sjóðnum, sem lýtur sjálfstæðri stjórn. Stjórnin tekur ákvarðanir um styrki úr sjóðnum og samanstendur hún af fulltrúum aðildarfélaga UICC, sérfræðingum í málefnum Úkraínu og nágrannalanda og framkvæmdastjóra UICC.

Skýrslu um starfsemi sjóðsins verða birtar í september og febrúar meðan hann verður starfræktur.

Þetta er í fyrsta sinn sem Krabbameinsfélagið veitir styrk af þessu tagi og fylgir í fótspor systurfélaganna á hinum Norðurlöndunum.

„Sem betur fer erum við aflögufær og getum eins og krabbameinsfélögin í kringum okkur lagt samstöðusjóði UICC lið. Styrkurinn kemur ekki til með að hafa áhrif á starf félagsins hér á landi en kemur vonandi að góðu gagni“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?