Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Stuðningur við börn og unglinga sem missa foreldri

Nýleg lög tryggja ábyrgð samfélagsins gagnvart börnum í þessari stöðu

Krabbameinsfélagið vinnur nú að því að koma á fót stuðnings- og handleiðsluteymi fyrir fagfólk í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Verkefnið er unnið í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld, Sorgarmiðstöðina, skólakerfið og fleiri.

Stuðnings- og handleiðsluteymi verður komið á fót, ekki síst fyrir kennara og starfsfólk skóla en einnig starfsfólk heilsugæslunnar sem lögum samkvæmt á að sinna börnum í þessari stöðu. 

Á síðasta ári tóku í gildi lög þar sem ábyrgð samfélagsins er betur skilgreind gagnvart réttindum barna undir 19 ára aldri sem missa foreldri. Heilsugæslan er skilgreind sem lykilaðili í eftirfylgni barna í þessari stöðu og skyldug til að athuga hagi þeirra og veita þann stuðning sem þörf er á. Samkvæmt tölum Hagstofunnar verða um 100 börn fyrir því árlega að missa foreldri. Helmingur þeirra tengist krabbameinum. 

Verkefnið er unnið í áföngum og fyrsti hluti þess felur í sér könnun á því hvers konar stuðning fagfólkið telur sig helst þurfa. Þarfagreiningin fer fram á Norðurlandi eystra í samvinnu við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Skólastjórnendur víðs vegar á landinu mega eiga von á því að fulltrúar Krabbameinsfélagsins falist eftir samstarfi um þróun verkefnisins. 

„Við viljum vita hvaða reynslu starfsfólk skólanna býr yfir og hvað það er helst sem sérþjálfað fagfólk Krabbameinsfélagsins getur aðstoðað við,“ segir Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu. 

Aðkoma Krabbameinsfélagsins felst fyrst og fremst í því að bjóða faglega handleiðslu varðandi vinnu með börnum í kjölfar andláts foreldris. 

„Það er gífurlega mikilvægt að veita þessum faghópi bakland sem hann getur leitað til svo hægt sé að veita börnunum besta mögulegan stuðning í samræmi við nýjustu þekkingu og rannsóknir,“ segir Ásgeir.

Krabbameinsfélagið veitir þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning án endurgjalds og er reglulega með námskeið fyrir ungmenni sem misst hafa foreldri.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?