Ása Sigríður Þórisdóttir 2. nóv. 2022

Stjórnmálamenn geta breytt heiminum

  • Mynd: Lars Bertelsen

Danski stjórnmálamaðurinn Lars Lökke Rasmussen hefur mikið verið í umræðunni í sambandi við dönsku þingkosningarnar í gær. Sérstaka athygli okkar hjá Krabbameinsfélaginu vakti í gær þegar Lars nefndi hve mikils hann mæti heiðursverðlaun sem danska Krabbameinsfélagið veitti honum og Bent Hansen árið 2018. Þau verðlaun voru sannarlega verðskulduð og veitt fyrir að koma á svokölluðum „kræftpakker“ (sem við viljum kalla Forganginn). 

Í stuttu máli eru „kræftpakker“ ferli með verklagi sem tryggir að fólk með krabbamein komist fljótt í viðeigandi meðferð. Í þeim eru m.a. sett inn viðmið um þann tíma sem líða má frá því að grunur vaknar um krabbamein og þar til meðferð hefst. Danska krabbameinsfélagið metur það þannig að innleiðing „kræftpakker“ í Danmörku sé sú stjórnvaldsaðgerð sem hefur leitt til mestra framfara fyrir fólk með krabbamein á síðustu árum en raunin er að lífshorfur fólks með krabbamein í Danmörku hafa batnað hvað mest í heiminum á síðustu árum eftir að Danir höfðu verið eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða.

Aðgerðir stjórnvalda skipta máli. Í íslenskri krabbameinsáætlun er m.a. einmitt fjallað um „skilgreint þjónustuferli að lokinni sjúkdómsgreiningu, sem tekur til tímabils greiningar, meðferðar, eftirlits og langtímaeftirlits“. Hér eru mikil sóknarfæri fyrir Ísland.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?