Björn Teitsson 24. ágú. 2021

Stjórnmálaflokkar heimsóttu Krabbameinsfélagið

  • IMG_6869

Fulltrúar stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi þáðu boð Krabbameinsfélagsins um kynningarfund á helstu baráttumálum félagsins á komandi árum. Góður rómur var gerður að fundinum þar sem fjölmargir þingmenn hittust í fyrsta sinn eftir sólríkt sumarfrí.

Það var afar góð stemning hjá Krabbameinsfélaginu föstudaginn 13. ágúst. Fulltrúar íslenskra stjórnmálaflokka hittust þar og þáðu heimboð og kynningu á helstu baráttumálum Krabbameinsfélagsins fyrir komandi alþingiskosningar. Flestir gestir höfðu ekki átt mikil samskipti yfir sumarið á meðan Alþingismenn eru í sumarleyfi og má því lýsa andanum í salnum svipuðum og þegar börn mæta að nýju í skóla að hausti. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, hélt tölu og fór yfir ýmsa þætti tengda forvörnum gegn krabbameinum, nauðsyn þess að bæta aðstöðu og mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. 

IMG_6882


Með öldrun þjóðarinnar og bættri heilsu mun krabbameinstilfellum fjölga mikið í framtíðinni og með bættri greiningu og meðferð fjölgar mjög í hópi þeirra sem eru í eða hafa lokið krabbameinsmeðferð. Sá hópur mun þurfa aukna þjónustu. Málefni á við leghálsskimanir, brjóstaskimanir og ristilskimanir voru rædd og sömuleiðis eitt helsta baráttumál Krabbameinsfélagsins á næstu árum sem er að ný dagdeild fyrir krabbameinssjúklinga verði byggð og komið í gagnið fyrir 2024. 

IMG_6845

Góður rómur var gerður að fundinum og forvitnilegt að sjá hverjar stefnur stjórnmálaflokkanna verða í heilbrigðismálum og þá sérstaklega með tilliti til krabbameina.

IMG_6884

IMG_6862

Myndir: Sigurður Möller Sívertsen


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?