Guðmundur Pálsson 23. okt. 2020

Staða félaga­samtaka í heims­faraldri

Rafrænt málþing Almannaheilla og Vaxandi fimmtudaginn 29. október.

Í yfirstandandi faraldri hefur reynt verulega á hið skipulagða starf sem fram fer á vegum félagasamtaka og annarra sem falla undir þriðja geirann svonefnda. Fjölmörg þeirra hafa brugðist við auknum þörfum fyrir aðstoð. Félagasamtök treysta á stuðning almennings og framlög hins opinbera og einkaaðila. En hefur þessi stuðningur breyst á tímum faraldursins?

Á málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, Miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun hjá Háskóla Íslands, 29. október nk. verður þetta viðfangsefni í brennidepli. Þar verða kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á samfélagslegum stuðningi almennings á tímum COVID-19.

Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu verkefni sem beinist að því að meta hvaða áhrif faraldurinn hefur á stöðu þriðja geirans. Á málþinginu verður einnig fjallað um þær áskoranir og tækifæri sem félagasamtök standa frammi fyrir. Ennfremur verður samstarfsverkefni Almannaheilla og Vaxandi um eflingu starfs félagasamtaka kynnt, m.a. sérstök vefsíða sem er ætlað að vera upplýsinga- og umræðuvettvangur fyrir íslensk félagasamtök. Slíkir vefir eru víðast til í nágrannalöndunum en hefur vantað á Íslandi.

Stjórnvöld hafa stutt við samstarfsverkefnið. Í þeim tilgangi að efla félagslegt frumkvöðlastarf og samfélagslega nýsköpun hafa ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, formaður Almannaheilla og rektor Háskóla Íslands skrifað undir sameiginlega viljayfirlýsingu.

Dagskrá málþings er sem hér segir:

  1. Setning málþings, Ómar H. Kristmundsson, prófessor
  2. Kynning á nýjum vef, Jana Eir Víglundsdóttir, verkefnisstjóri Vaxandi, Miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun
  3. Staða þriðja geirans á tímum COVID-19, Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla
  4. Samfélagslegur stuðningur á tímum COVID-19, Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor

Málþinginu er streymt

Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast með Vaxandi á samfélagsmiðlum


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?