Guðmundur Pálsson 5. jan. 2018

Spennandi nám­skeið á vegum Ráð­gjafar­þjón­ustunnar í janúar

  • Starfsfólk Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins (frá vinstri):  Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðukona og hjúkrunarfræðingur ( sigrunli@krabb.is)  Auður E. Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur ( audure
    Starfsfólk Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins (frá vinstri): Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðukona og hjúkrunarfræðingur, Auður E. Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur, Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur, Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi.

Í janúar býður Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins upp á spennandi námskeið og fjölbreytta dagskrá!

Í janúar býður Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins upp á spennandi námskeið og fjölbreytta dagskrá!

MARKMIÐASETNING OG JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI

Miðvikudaginn 10. janúar kl. 13-16 

Námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. janúar 2018 kl. 13:00-16:00 og ætlað fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og  aðstandendur þeirra. Allir þátttakendur fá eintak af MUNUM dagbókinni sem er hönnuð með það að leiðarljósi að hámarka líkur á árangri og efla jákvæða hugsun. 

Leiðbeinendur eru Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og Hrund Guðbrandsdóttir markaðsfræðingur.


GÓÐVILD Í EIGIN GARÐ OG ANNARRA
Mindful Self-Compassion

Hefst mánudaginn 15. janúar kl. 13:00-15:00. Vikulega í 3 skipti. 

Ráðgjafarþjónustan, í samvinnu við Landspítalann, býður upp á námskeið í núvitund með sjálfúð, góðvild í eigin garð. Námskeiðið hefst mánudaginn 15. janúar 2018 kl. 13:00-15:00 og er vikulega í þrjú skipti og ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein. Tilgangur námskeiðsins er að tileinka sér mildi í eigin garð og auka andlega vellíðan. Námskeiðið byggir nær eingöngu á æfingum. 

Leiðbeinandi er Brynhildur Scheving Thorsteinsson, klínískur sálfræðingur.


ÁFALLAMIÐAÐ JÓGA

Hefst fimmtudaginn 18. janúar og verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. 09:30-10:30, alls átta skipti. 

Ráðgjafarþjónustan býður upp á námskeið í áfallamiðuðu jóga (trauma-sensitive yoga) og er ætlað fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Námskeiðið hentar einstaklingum sem hafa upplifað áföll og lifa með afleiðingum. Farið er rólega í æfingar og þær gerðar á forsendum hvers og eins. Áhersla er á að styrkja tengsl við líkamann og möguleikann á að hafa áhrif í eigin lífi. 

Leiðbeinandi er Margrét Gunnarsdóttir jógakennari, sjúkraþjálfari og sálmeðferðarfræðingur MSc.


BESTA GJÖFIN: ÁHRIF HUGLEIÐSLU Á BÖRN OG UNGMENNI

Fimmtudaginn 18. janúar kl. 17:00. 

Stefanía Ólafsdóttir, grunnskólakennari og leiðbeinandi í hugleiðsluskólanum Lótushúsi að flytja erindi um bók sína „Undir Heillastjörnu”. Erindið er ætlað foreldrum og forráðamönnum barna. Bókin inniheldur einfaldar hugleiðsluæfingar og heillakort fyrir börn á breiðum aldri. Einnig verður rætt um leiðir til að skapa endurnærandi stundir með fjölskyldunni.


HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ

Hefst þriðjudaginn 23. janúar kl. 14:00-16:00 og verður vikulega í fjögur skipti. 

Ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum. Tilgangurinn er að vinna gegn tilfinningalegri vanlíðan. 

Leiðbeinandi er Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi.


GOTT ÚTLIT - BETRI LÍÐAN

Þriðjudaginn 30. janúar kl. 10:00-12:00. 

Námskeiðið er ætlað konum sem eru í krabbameinsmeðferð. Næstu námskeið 2018 eru:Þriðjudagana  30. janúar, 27. febrúar, 27. mars, og 24. apríl kl. 10:00-12:00. 

Sérfræðingur frá Lancome leiðbeinir um förðun, umhirðu húðar o.fl.


Facebook-hnappur-radgj-500


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?