Ása Sigríður Þórisdóttir 7. jún. 2021

Samstarfssamningur milli Krabbameinsfélags Austfjarða og Fjarðabyggðar

  • Það voru þau Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sem skrifuðu undir samninginn .

Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér samstarf og vinnu við lífstílstengdar forvarnir og fræðslu í Fjarðabyggð.

Forvarnir eru mikilvægur þáttur í lífi hvers manns þar sem það bætir lífsgæði, minnkar líkur á og seinkar lífstílstengdum sjúkdómum. Eins og tölurnar eru í dag á Íslandi fær 1 af hverjum 3 krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Með því að stunda heilbrigðan lífsstíl er hægt að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum og því til mikils að vinna. 

Með þessum samningi greiðir Fjarðabyggð Krabbameinsfélagi Austfjarða 500.000 kr. á ári til næstu þriggja ára, 2021-2023 og á móti kemur Krabbameinsfélag Austfjarða að fastri árlegri forvarnarfræðslu á starfsmannadegi Fjarðabyggðar. Þá mun félagið koma með hugmynd af fræðsludagskrá fyrir starfsmenn sveitarfélagsins í upphafi árs til að byggja á miðlun efnis til þeirra meðal annars inn á starfsmannavef Fjarðabyggðar, workplace.
Félagið kemur einnig að fræðslu á starfsdegi í skólastofnunum Fjarðabyggðar varðandi forvarnir sem og fræðslu í tengslum við börn sem aðstandendur þeirra sem greinast með krabbamein.

Félagið kemur að og tekur þátt í einhverjum viðburðum og fræðslu í Heilsueflandi samfélagi sem Fjarðabyggð er. Þá verður félagið í samskiptum við Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar varðandi þá þjónustu sem er í boði á hvorum stað til að getað boðið íbúum og skjólstæðingum okkar upp á alla þá þjónustu sem er í boði og að þjónustuaðilar séu að tala saman og viti hverjir af öðrum.

Einnig getur Fjarðabyggð leitað til félagsins og bent sínu starfsfólki á ráðgjöf og aðstoð hjá félaginu vegna krabbameinsveikinda.

Þess utan sendir félagið fræðsluefni í tengslum við Mottumars og Bleikan október til Fjarðabyggðar sem getur þá áframsendir það á sitt starfsfólk.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?