Anna Margrét Björnsdóttir 16. okt. 2023

Saga Bryndísar

Bryndís Guðmundsdóttir greindist með stórt illkynja mein í öðru brjóstinu rétt fyrir hvítasunnuhelgina vorið 2022. Hún hitti ráðgjafa á Selfossi snemma í sínu ferli og segist hafa farið sterkari inn í verkefnið fyrir vikið. Hennar leiðarljós var að halda í heilsu og heilbrigði, þótt hún væri að glíma við krabbamein.

Bryndís Guðmundsdóttir greindist með stórt illkynja mein í öðru brjóstinu rétt fyrir hvítasunnuhelgina vorið 2022. Hún fékk fréttirnar rétt fyrir kvöldmat á föstudegi og hafði þá engar upplýsingar um hvort meinið væri búið að dreifa sér. „Ég fór inn í þessa löngu helgi í algjöru sjokki.“ Hún svaf lítið og illa um nóttina, en þegar hún vaknaði um morguninn var hún búin að ákveða viðhorfið sem hún ætlaði að taka með sér inn í þetta stóra verkefni.

Ég vaknaði um morguninn, snéri mér að unnusta mínum, tók utan um hann og sagði: Mig langar að lifa lengur.

Bryndís nýtti sér snemma upplýsingar á vefsíðu Krabbameinsfélagsins og segir það hafa gefið sér styrk að lesa sér til um líkur á að sigra brjóstakrabbamein. Á vefsíðunni fékk hún líka upplýsingar um ráðgjöf sem stæði henni til boða í hennar heimabyggð á Selfossi.

Það var frábært að fá aðila til að hlusta á, til að tala við, til að leita ráða hjá og fá peppið. Ættingjar og vinir hlusta á mann, en það er bara allt öðruvísi að tala við ráðgjafa á þessu stigi.

Áhersla Bryndísar í gegnum meðferðirnar var á heilsu og heilbrigði, en henni var hugleikið að sýna það að hún væri heilsuhraust og heilbrigð þótt hún væri að glíma við krabbamein. Hún hafði sig til á hverjum degi, því það hjálpaði henni að líða vel. Bryndís segist hafa farið léttar í gegnum þetta verkefni heldur en hún var búin að sjá sér í fyrstu og er þakklát fyrir hversu vel hefur gengið.

Viðtalsupptaka Bryndísar Guðmundsdóttur

https://youtu.be/Q5UAyubgzTo


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?