Anna Margrét Björnsdóttir 13. okt. 2023

Saga Arndísar

Arndís Thorarensen hefur tvisvar sinnum greinst með brjóstakrabbamein, fyrst 39 ára og svo aftur fimm árum síðar. Hún vill ráðleggja þeim sem eru að greinast eða byrja í svona ferli að viðurkenna fyrir sjálfum sér að þetta er erfitt og þiggja hjálp, því það sé mikið af góðri hjálp í boði.

Arndís Thorarensen hefur tvisvar sinnum greinst með brjóstakrabbamein. Í fyrra skiptið var hún 39 ára og upplifði sig í kjölfarið sem öðruvísi þjóðfélagsþegn sem væri minna virði. Hún var rétt byrjuð að jafna sig og fannst lífið vera komið á góðan stað þegar hún varð fyrir því áfalli að greinast aftur. „Fimm árum seinna greindist ég aftur með sama mein á sama stað.“ Hún þurfti að fara í fleiri meðferðir en nú, tveimur árum síðan upplifir hún að hún sé að endurheimta fyrri orku aftur.

Þetta er dálítið nýtt líf, það snýst allt svolítið svona við og svo lærir maður á nýja lífið.

Arndís vill ráðleggja þeim sem eru að greinast eða byrja í svona ferli að viðurkenna fyrir sjálfum sér að þetta er erfitt og þiggja hjálp, því það sé mikið af góðri hjálp í boði.

Þó að maður ætli að vera jákvæður og bjartsýnn og sterkur þá er þetta sorgarferli sem maður þarf að fara í gegnum. En það mun lagast og sérstaklega ef maður fær góða hjálp.

Arndís segir Bleiku slaufuna vera tækifæri fyrir alla að leggjast á eitt að gefa til baka, ekki síst til krabbameinsrannsókna til að auka líkur á lækningu. Hún undirstrikar einnig mikilvægi þess hvað það getur haft góð áhrif á erfiðu dögunum að fá kveðju eða skilaboð um að einhver sé að hugsa til manns og segir það geta skipt mjög miklu máli.

Viðtalsupptaka Arndísar Thorarensen

https://www.youtube.com/watch?v=6WJIgGvpHtw


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?