Ása Sigríður Þórisdóttir 13. mar. 2024

Saga Antons Helga Jónssonar

Þegar Anton Helgi skáld heyrði að hann væri með krabbamein, beygði hann af og fór að gráta. Hann segir alla sjúkdóma sögunnar hafa hellst yfir sig í einu lagi en eftir að hafa andað djúpt hafi hann gert sér grein fyrir í hve góðri stöðu hann væri, miðað við marga aðra.

Anton Helgi hafði legið heima með það sem talið var slæmt kvef og hálsbólga, en var á endanum skutlað upp á heilsugæslu og þaðan beint upp á bráðavakt. Í þeirri vendu fannst krabbamein í vinstri lunga sem leiddi til þess að nokkrum mánuðum síðan fór hann í uppskurð og hóf lyfjameðferð.

https://www.youtube.com/watch?v=SPVF7G6O_yI

,,Mér datt í hug einn daginn að horfa á listaverkin sem ég rakst á uppi á spítala og túlka þau á minn hátt í mínum veikindum“

Með þessu segir hann dvölina á spítalanum hafa orðið eins og að fara á listasafn, það hafi ekki verið leiðinlegt, kalt og dapurlegt heldur eitthvað annað og meira og gefandi.

,,Ég veit að margir gera eitthvað svona, á einn eða annan hátt, til að komast af!

Anton Helgi hefur áður lagt Krabbameinsfélaginu lið en hann stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. 

 

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?