Ása Sigríður Þórisdóttir 18. mar. 2024

Saga Ágústs Kristjáns Stefánssonar

Ágúst er fjallamaður í hjarta sínu og stundar ísklifur, klettaklifur og fjallaskíði ef það er á jaðrinum þá er hann þar. Hann segir þessa nýju útgáfu af sér ekki hafa orðið almennilega til fyrr en hann veiktist og náði heilsu á ný. Þá hafi lífið tekið við.

Ágúst greindist með sáraristilbólgur sem leiddu til krabbameins. Hann þurfti að gangast undir stóra aðgerð þar sem m.a. ristillinn var fjarlægður og hann fékk stóma. Hann segir verðmætt að hafa hitta aðila sem hafa lent í því sama og sjá að þetta eru bara venjulegir einstaklingar sem lifa góðu lífi, og stóminn stoppar þá ekkert.

https://youtu.be/UCfmTMRWQZE

Á fundi hjá Stómasamtökunum bauðst honum að sigla með seglskipi milli Noregs og Danmerkur. Það fannst honum vera risastórt verkefni sem hann hélt að hann gæti ekki farið í, en fór samt og sannfærðist þá að þetta yrði ekkert mál.

Hreyfing er mjög stór partur af lífi Ágústar. Hann er til að mynda nýbúinn að taka upp nýjan ávana, gerir æfingar í 10 mínútur um leið og hann vaknar og segir það svínvirka og svara lágmarks hreyfiþörf sinni ásamt því að koma blóðflæðinu af stað og hjartslættinum upp. 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?