Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. des. 2019

Rannsóknargjald nú innheimt sérstaklega

  • Frumurannsókn KÍ

Breyting hefur orðið á greiðslufyrirkomulagi vegna rannsókna á leghálssýnum sem kvensjúkdómalæknar taka og senda til skoðunar.

Fjöldi kvenna nýtir tækifærið hjá kvensjúkdómalækni og lætur taka krabbameinssýni í skoðuninni. Þær konur sem hafa látið taka strok úr leghálsi hjá kvenjúkdómalækni á árinu, munu fá reikning fyrir rannsóknargjaldi sýnisins í næstu viku. Þetta er breyting frá því sem áður var þegar læknar innheimtu gjaldið jafnóðum við komu kvennnanna til þeirra.

„Nokkrir læknanna eru hættir innheimtu gjaldsins og þá breytist verklag og félagið þurfti að taka þetta að sér, segir Helgi Björnsson, fjármálastjóri Krabbameinsfélagsins.

Reikningar munu berast frá Krabbameinsfélaginu með skýringu í næstu viku, almennt gjald er 2.700 auk seðilgjalds.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?