Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Rannsókn á bólusetningu gegn leghálskrabbameini bendir til langtímaverndar

Í norrænni rannsókn á áhrifum bóluefnisins Gardasil sem nýlega birtist í læknaritinu EClinicalMedicine mynduðust engar hágráðuforstigsbreytingar hjá þeim konum sem fengu bóluefnið. 

Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins tók þátt í rannsókninni sem stóð yfir í 14 ár og náði til fjögurra norrænna ríkja. Árið 2011 hófst hér á landi almenn bólusetning hjá 12 ára stúlkum gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum sem eru forstig krabbameinsins. Bóluefnið Cervarix hefur verið notað á Íslandi og hefur þátttakan verið yfir 90%. 

„Leghálskrabbamein orsakast af HPV-veirum. Í ofangreindri norrænni rannsókn var um að ræða bóluefni sem verkar gegn fjórum gerðum HPV-veira, þar á meðal þeim tveimur sem valda 70% allra leghálskrabbameina. Nú hefur verið þróað nýtt bóluefni sem nær til níu gerða HPV-veira og gefur því enn betri vernd gegn forstigsbreytingum í leghálsi og þar með leghálskrabbameini,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár og einn rannsakenda 

Langtímaáhrif bólusetningarinnar voru könnuð hjá ungum konum (16-23 ára) frá Danmörku, Íslandi, Noregi og Svíþjóð og var þeim fylgt eftir í 14 ár frá bólusetningu. Engin tilfelli forstigsbreytinga komu upp hjá þessum hópi meðan á rannsókninni stóð. Sýnt var fram á 100% virkni bóluefnisins í allt að 12-14 ár. 

„Niðurstöðurnar gefa mikilvægar upplýsingar um langtímavirkni bóluefnisins og sýna að ekki er þörf á endurbólusetningu í að minnsta kosti 14 ár eftir bólusetningu hjá ungum konum. Ánægjulegt er að sjá að engar vísbendingar voru um minnkandi ónæmi kvennanna á tímabilinu,“ segir Laufey að lokum.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?