Guðmundur Pálsson 10. jan. 2018

Rætt um fram­farir og nýjungar í krabba­meins­skráningu

  • Stjórn samtaka norrænna krabbameinsskráa. Standandi aftari röð frá vinstri: Nea Malila, Mats Lambe, Bjørn Møller, Giske Ursin, Eero Pukkala and Laufey Tryggvadóttir. Sitjandi frá vinstri: Linda Aagaard Thomsen, Hans H. Storm, David Pettersson and Elinborg J. Ólafsdóttir.

Þann 9. janúar var haldinn stjórnarfundur Samtaka norrænna krabbameinsskráa (e. Association of Nordic Cancer Registries, ANCR) í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. 

Þann 9. janúar var haldinn stjórnarfundur Samtaka norrænna krabbameinsskráa (e. Association of Nordic Cancer Registries, ANCR) í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð.

Á fundinn mættu tveir stjórnendur frá hverri skrá í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð auk Íslands. Vegna óveðurs á Íslandi komust norsku fulltrúarnir ekki til Íslands í tæka tíð en tóku þátt í fundinum með hjálp skype eins og sjá má á myndinni.

Meðal fundarefnis voru framfarir og nýjungar í krabbameinsskráningu, samræming skráningar, Norræni sumarskólinn í faraldsfræði krabbameina, leit að krabbameinum, alþjóðlegt samstarf og nýjar rannsóknir og birtar vísindagreinar. 

Einnig var fjallað um fyrirhugaða ráðstefnu ANCR sem haldin verður á Íslandi 12. til 14. júní í sumar.

Ancr-iceland-2018-02-minni

Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?