Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. jún. 2018

Ráðstefna Norrænu krabbameinsskránna haldin á Hellu

Yfir 100 manns frá Norðurlöndunum sátu árlega ráðstefnu ANCR, Norrænu krabbameinsskránna, sem nýlokið er á Hellu. 

Norrænu krabbameinsskrárnar skiptast á að halda ráðstefnu Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Í ár var komið að Íslandi og fór ráðstefnan fram á Stracta hótelinu á Hellu dagana 12-15. júní. 

Haldin voru 57 faraldsfræðileg erindi um forvarnir og orsakir krabbameina, skimun fyrir krabbameinum, krabbameinsskráningu, umönnun og horfur krabbameinssjúklinga. 

Meðal fyrirlesara er Dr. Isabelle Soerjomataram, yfirmaður hjá krabbameinseftirlitsdeild Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnunarinnar (IARC) sem er staðsett í Lyon í Frakklandi. Isabelle fjallaði meðal annars um hve stóran hluta krabbameina í heiminum er hægt að fyrirbyggja með því að draga úr útsetningu fyrir þekktum krabbameinsvöldum, svo sem reykingum, offitu, áfengisneyslu, útfjólubláu ljósi, hreyfingarleysi og ákveðnum veiru- og bakteríusýkingum. Vægi þessara þátta er ólíkt eftir þjóðum. Einnig lagði Isabelle áherslu á mikilvægi góðra krabbameinsáætlana fyrir þjóðir heims, en þær ýta mjög undir framfarir í forvörnum, skimun og meðferð krabbameina. 

Á myndinni ganga hluti ráðstefnugesta í kvöldsólinni frá ráðstefnuhótelinu að reiðhöllinni á Rangárvöllum þar sem boðið var upp á hestasýningu.


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?