Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Ráðgjafi í fullu starfi á Austurlandi

Síðustu misseri hefur Krabbameinsfélagið unnið markvisst að því að auka stuðning og þjónustu við krabbameinsgreinda á landsbyggðinni.

Ráðgjafi á vegum félagsins er starfandi á Akureyri, boðið er upp á ráðgjöf aðra hverja viku á Selfossi og fyrirkomulagið er svipað á Suðurnesjum. Snemma árs 2020 tók svo Margrét Helga Ívarsdóttir, læknir, við starfi ráðgjafa á Austurlandi. 

„Viðtökurnar hafa verið vonum framar og það hefur verið afar ánægjulegt að gera ráðgjöf og stuðning aðgengilegan fyrir íbúa hér á Austurlandi. Við sem búum á landsbyggðinni vitum að aðgengi að þjónustu í minni bæjarfélögum getur verið skert. Oft er um langan veg að fara eftir sérhæfðri heilbrigðisþjónustu,“ segir Margrét. 

Þurfi fólk að sækja krabbameinsmeðferð til Reykjavíkur getur það fengið aðstöðu í einni af átta íbúðum Krabbameinsfélagsins á Rauðarárstíg eða á sjúkrahóteli Landspítala. Kostnaðurinn sem hlýst af dvöl í íbúðunum eða á sjúkrahótelinu er niðurgreiddur af krabbameinsfélögunum á landsbyggðinni. 

„Það er mjög mikilvægt að þeir sem greinast með krabbamein hafi jafnan aðgang að þjónustu hvar sem þeir búa á landinu. Mikill meirihluti fólks sem ég tala við fagnar þessari viðbótarþjónustu því þessar ferðir geta verið erfiðar, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur. Flestir vilja vera sem mest heima hjá sér,“ segir Margrét. 

Lyfjameðferðir eru í auknum mæli veittar á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Fjarheilbrigðisþjónusta hefur verið að sækja í sig veðrið og með tilkomu ráðgjafar og stuðnings á Austurlandi er verið að auka þjónustu með aðgengi að upplýsingum, ráðgjöf og stuðningi. 

„Þetta er mikið framfaraskref því þó að það sé mikilvægt að tryggja samfellu í meðferð krabbameinsgreindra og að þeir sæki sérhæfðari þjónustu þangað sem hún er í boði eykur það lífsgæði þessa hóps ef hægt er að efla þjónustu í heimabyggð. Þetta málefni er mér mjög kært og við höldum áfram að vinna að bættu aðgengi og þjónustu fyrir alla óháð búsetu - enda töluverð lífsgæði falin í því að búa á landsbyggðinni og því til mikils að vinna,“ segir Margrét að lokum.

Ljósmynd: Kormákur Máni Hafsteinsson

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?