Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 15. jún. 2017

Ónæmi fyrir sýklalyfjum er vaxandi ógn

Norska krabbameinsfélagið Kreftforeningen hefur hleypt af stokkunum nýrri herferð til að vekja athygli á að ónæmi gegn sýklalyfjum er vaxandi ógn við góðan árangur í baráttunni gegn krabbameini því einn af hverjum fimm krabbameinssjúklingum þurfa sýklalyf í tengslum við krabbameinsmeðferð sína. Sumar tegundir krabbameina eru jafnvel ólæknanlegar án notkunar sýklalyfja. 

Óttast er að aukið ónæmi fyrir sýklalyfjum vegna rangrar notkunar þeirra geti fært árangur í krabbameinsmeðferðum aftur um áratugi ef ekkert er að gert. 

Við getum öll átt þátt í að hafa jákvæð áhrif með því að meðal annars nota einungis sýklalyf þegar þörf krefur og fara þá í einu og öllu að fyrirmælum heilbrigðisstarfsfólks. Aldrei krefjast sýklalyfja ef heilbrigðisstarfsfólk telur að ekki sé þörf á notkun þeirra. Við getum einnig gert okkar ítrasta til að forðast sýkingar með góðu hreinlæti, svo sem með handþvotti og með því að tryggja hreinlæti í matargerð. Mikilvægt er einnig að nýta sér þær bólusetningar sem bjóðast. 

Hægt er að kynna sér átakið nánar á vefsíðu norsku krabbameinssamtakanna hér.   

Hér má finna skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO um sama efni. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?