Birna Þórisdóttir 8. maí 2019

Gerum hreyfingu hluta af daglegu lífi

  • Hjólað í stígvélum

Í dag hófst Hjólað í vinnuna, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ. Starfsfólk Krabbameinsfélagsins tekur eins og áður þátt og hvetur alla til þess að gera virkan ferðamáta og hreyfingu hluta af daglegu lífi. Auk þess að bæta almenna líðan minnkar hreyfing líkur á krabbameinum og fleiri langvinnum sjúkdómum. 

Regluleg hreyfing minnkar líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi, brjóstum og legbol, en þessi mein eru í hópi algengustu krabbameina á Íslandi.

Sú áhættuminnkun sem regluleg hreyfing gefur er talin tengjast margvíslegum líffræðilegum ferlum í líkamanum. Meðal þeirra eru áhrif á blóðsykurgildi, insúlín og tengd hormón, kynhormón, bólgu- og ónæmisviðbrögð, en öll hafa þessi ferli áhrif á krabbameinsáhættu. Hreyfing minnkar einnig líkurnar á þyngdaraukningu og stuðlar að því að viðhalda hæfilegri líkamsþyngd sem aftur hefur viðbótaráhrif til að draga úr krabbameinsáhættu.

Hvernig hreyfing er ákjósanleg?

Svo lengi sem hún fer ekki út í öfgar er öll hreyfing jákvæð, og því meiri hreyfing, því betra. Æskilegt er að hreyfa sig rösklega, þannig að hjartsláttur og öndun aukist, í að minnsta kosti hálftíma á dag. Auk þess er gott að hreyfa sig oft yfir daginn, þó ekki sé nema stutt í einu, og takmarka kyrrsetu. Það að gera virkan ferðamáta hluta af daglegu lífi, til dæmis með því að hjóla í og úr vinnu eða skóla, getur verið stórt skref í átt að betri heilsu og umhverfisvænni lífsstíl.

Getur aukin hreyfing verið til góðs fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein?

Rannsóknir á nokkrum tegundum krabbameina hafa sýnt fram á að hreyfing á meðan krabbameinsmeðferð stendur yfir og eftir að henni er lokið hefur jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina og eykur lífsgæði. Auk þess getur hún dregið úr þreytu sem oft gerir vart við sig hjá þeim sem fá krabbamein. Því er þeim sem greinast með krabbamein ráðlagt að hreyfa sig og fylgja almennum leiðbeiningum varðandi hreyfingu eins og hægt er, nema heilbrigðisstarfsfólk ráðleggi annað.

Lestu meira:

· Hreyfing til að draga úr líkum á krabbameini á vef Krabbameinsfélagsins

· Hreyfing til að draga úr líkum á krabbameini á vef World Cancer Research Fund

· Hjólað í vinnuna, verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

· Ráðleggingar um hreyfingu, bæklingur frá Embætti landlæknis


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?