Anna Margrét Björnsdóttir 2. nóv. 2023

Nýtt Fréttabréf Krabbameinsfélagsins

Við hjá Krabbameinsfélaginu erum alltaf að leita nýrra leiða til að koma fróðleik og fréttum á framfæri. Nýjasta viðbótin í flóruna er Fréttabréf Krabbameinsfélagsins, sem hóf göngu sína í haust.

Fréttabréf Krabbameinsfélagsins kemur út á þriggja vikna fresti og er sent á alla þá sem eru skráðir á póstlista Krabbameinsfélagsins. Að auki má nálgast efnið á heimasíðu félagsins, en til þæginda höfum við tekið saman hlekkina hér að neðan.

Fréttabréf Krabbameinsfélagsins nr. 4/2023

Vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina fjölgar hratt í hópi þeirra sem eru á lífi og hafa greinst með krabbamein. Í lok árs 2000 taldi hópurinn 7.500 manns, í lok árs 2021 voru þau um 17.000 og gert er ráð fyrir að árið 2035 verðu þau að lágmarki 24.300. Langstærstur hluti hópsins, um 50-60% samkvæmt erlendum rannsóknum, mun þurfa að takast á við langvinnar aukaverkanir eða síðbúnar afleiðingar af krabbameini og meðferð þess. Um leið og við kveðjum bleikasta mánuð ársins og þökkum kærlega fyrir móttökurnar, langar okkur til að beina athyglinni að veruleika þessara einstaklinga. 

Hér má skrá sig á póstlista sem er sérstaklega helgaður efni um síðbúnar og langvinnar aukaverkanir. Póstlistinn verður nýttur til þess að miðla upplýsingum um fræðslu, námskeið, úrræði, viðburði og öðrum fróðleik.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?