Ása Sigríður Þórisdóttir 2. des. 2022

Nýju Notendaráði ætlað að vísa veginn

Yfir 150 manns hafa skráð sig í nýtt Notendaráð Krabbameinsfélagsins á innan við sólarhring. Við erum afar þakklát yfir móttökunum og félagið bindur miklar vonir við ráðið og væntir þess að fá mikilvægar upplýsingar frá þeim sem reynsluna hafa. Með þátttöku gefst fólki tækifæri til að nýta sína reynslu öðrum til góða.

Eitt af hlutverkum Krabbameinsfélagsins er að gæta hagsmuna þeirra sem veikjast af krabbameinum og aðstandenda þeirra. Í þeirri hagsmunagæslu er afar mikilvægt að miðla reynslu þeirra sem hafa fengið krabbamein og aðstandenda og tryggja að sýn og rödd þeirra heyrist. Til að geta sinnt þessu hlutverki enn betur hefur félagið nú sett á stofn Notendaráð Krabbameinsfélagsins. Með þátttöku í því gefst fólki gott tækifæri til að nýta sína reynslu öðrum til góða.

Í Notendaráðinu er fólk sem hefur fengið krabbamein, aðstandendur og fólk sem hefur misst ástvin úr krabbameinum. Þátttakan felst í að svara spurningum nokkrum sinnum á ári um ýmis mál sem tengjast krabbameinum. Þátttakendur svara út frá sinni eigin reynslu, hún er það eina sem skiptir máli í þessu samhengi. Svörin eru ópersónugreinanleg.

„Við hjá Krabbameinsfélagsinu bindum miklar vonir við Notendaráðið og væntum þess að þar fái félagið mikilvægar upplýsingar frá þeim sem reynsluna hafa. Félagið mun gera allt sem það getur til að hún nýtist sem best. Í Danmörku hefur Notendaráðið orðið að miklu gagni segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.“

Spurningar til Notendaráðsins geta verið af fjölbreyttu tagi en eru allar til þess að varpa betra ljósi á stöðu mála og vinna að úrbótum. Sem dæmi má nefna spurningar um aðbúnað, kostnað og biðtíma.

Frekari upplýsingar um Notendaráðið er að finna á www.krabb.is/notendarad og þar skráir fólk sig einnig til þátttöku. Krabbameinsfélagið hvetur fólk eindregið til að skrá sig í ráðið og hlakkar til samstarfsins. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?