Ása Sigríður Þórisdóttir 12. feb. 2020

Ný og betri útgáfa af NORDCAN

  • NORDCAN gagnagrunnurinn uppfærður.

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem nær yfir 70 ára tímabil og býður upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum á yfir 60 flokkum krabbameina á Norðurlöndunum.

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem býður upp á samanburð á tölfræði um krabbamein á Norðurlöndum. Í nýrri og endurbættri útgáfu, sem er afrakstur langrar og góðrar samvinnu á milli Samtaka norrænna krabbameinsskráa (ANCR), Alþjóðasamtaka um krabbameinsrannsóknir (IARC) og Samtaka norrænna krabbameinsfélaga (NCU) hefur aðgengi að upplýsingum verið stórlega bætt. Boðið er upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum, í töflum og gröfum, á yfir 60 flokkum krabbameina sem ná yfir 70 ára tímabili. Upplýsingar byggja á hágæða gögnum frá norrænu krabbameinsskránum og ná til nýgengis og dánartíðni.

„Þetta er mjög kærkomin uppfærsla því það skiptir miklu máli að tölfræðiupplýsingar séu áreiðanlegar, aðgengilegar og settar fram á skiljanlegan og skilmerkilegan hátt fyrir bæði sérfræðinga og almenning“ segir Elínborg Ólafsdóttir, sérfræðingur í faraldsfræði og tölfræði hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins.

Grunnurinn er öllum opinn og mikið notaður af sérfræðingum, nemendum og fréttamönnum, auk almennings á Norðurlöndunum.  (NORDCAN https://nordcan.iarc.fr).

Í næstu útgáfu verður svo farið í að bæta við aðgerðum til að fá fram tölfræði um algengi, lifun og framtíðarspá, auk möguleika á vali á tungumáli. Þar til að því kemur má nálgast þær upplýsingar hér.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?