Anna Margrét Björnsdóttir 25. sep. 2023

Nú er það bleikt!

  • Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei
    Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson frá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framleiðsluna á Bleiku slaufunni.

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Við hjá Krabbameinsfélaginu finnum ætíð fyrir miklum velvilja frá fólki og fyrirtækjum í landinu í öllu okkar starfi. Það á ekki síst við í kringum stóru árvekni- og fjáröflunarátökin okkar í mars og október. Eitt þeirra fyrirtækja sem sýnir stuðning í verki með ómetanlegum hætti er TVG-Zimsen, sem hefur séð um flutning og dreifingu bleiku slaufunnar í fimmtán ár. Þeirra aðstoð gerir félaginu kleift að halda kostnaði við átakið í lágmarki.

„Við erum afar stolt af því að vera bakhjarlar Bleiku slaufunnar og þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir Elísa Dögg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, um samstarfið. Í myndbandi hér fyrir neðan má sjá afhendingu slaufunnar og stutt viðtal við Elísu Dögg.

https://www.youtube.com/watch?v=kmt1vlFFn04

Sala Bleiku slaufunnar hefst 29. september næstkomandi, en átakið hefst formlega þann 28. september með opnunarviðburði í Þjóðleikhúsinu. Einungis örfá sæti eru laus á viðburðinn og því hver að verða síðastur að næla sér í miða.


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?