Björn Teitsson 16. mar. 2021

Mottumarssokkarnir loksins væntanlegir

  • MM21_Sokkar_hvitt

Við höfum beðið þolinmóð í rúmar tvær vikur en nú er loksins komið að því, Mottumarssokkarnir eru væntanlegir í verslanir fyrir helgi. Covid-heimsfaraldurinn hefur valdið töfum á sokkunum sem áttu að koma í upphafi mars. 

Loksins, loksins, loksins. Sokkarnir eru á leiðinni! Mottumarssokkarnir hafa skipað ómissandi sess í hjörtum, eða öllu heldur á fótum, Íslendinga um árabil. Í ár voru heldur óvenjulegar aðstæður sem urðu til þess að flutningur á sokkunum tafðist um rúmlega tvær vikur. En nú er biðin senn á enda. 

MM21_Sokkar_hvittSokkarnir í ár eru með sportlegu sniði og passa vel við íslensku fánalitina. Við erum viss um að þeir eigi eftir að vekja lukku hjá öllum Íslendingum. Verða þeir til í stærðum frá 36-40 annars vegar og 41-45 hins vegar. 

Sokkarnir eru væntanlegir til okkar í Skógarhlíðina á fimmtudag og ætlar starfsfólk Krabbameinsfélagsins að leggjast öll á eitt við að koma sem flestum pörum í verslanir. Jafnframt verður opnað fyrir sölu á sokkunum í vefversluninni okkar um leið og pörin eru komin í hús. 

Sala á Mottumarssokkum er einn af hornsteinum Krabbameinsfélagsins og gerir því kleift að starfa í þágu krabbameinsgreindra á Íslandi og aðstandenda þeirra, að krabbameinsrannsóknum og réttindamálum, að endurgjaldslausri þjónustu allt árið um kring.

https://www.youtube.com/watch?v=QJFW24-zOnY

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?