Ása Sigríður Þórisdóttir 29. mar. 2023

Mottumarsbragur á styttum bæjarins

Í laginu góða eftir Spilverk þjóðanna segir frá grey styttunum sem standa aleinar á stöllunum og sumar allsberar. Því hefur verið kippt í liðinn, því vel valdar styttur í miðbæ Reykjavíkur skarta nú borðunum úr Frestunarsamkeppni Mottumars og eru reiðubúnar fyrir Mottudaginn 31. mars næstkomandi.

Stytturnar eru sýnileg áminning til karlmanna að humma ekki fram af sér heilsuna, heldur þekkja einkenni krabbameina og draga það ekki að leita til læknis ef einkenna verður vart. Eins og flestum er vonandi þegar kunnugt er yfirskrift átaksins í ár „Ekki humma fram af þér heilsuna“ og vísar til þess að nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins sýndi fram á að karlmenn sem greindust með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum biðu margir í langan tíma með að leita til læknis.

https://www.youtube.com/watch?v=mCS2X8FtSAo

Við hvetjum fólk til að gera sér ferð til að kíkja á styttur bæjarins. 
Rétt er að taka fram að öll tilskilin leyfi voru fengin varðandi borðana.

_DSC7493_DSC7435IMG_5063-1-_DSC7407IMG_2359

Þetta eru stytturnar sem um ræðir: 

  • Ingólfur Arnarson - á Arnarhóli
  • Hannes Hafstein - fyrir framan Stjórnarráðið
  • Tómas Guðmundsson - á bekk við Tjörnina
  • Minnisvarði um óþekkta embættismanninn - við Iðnó
  • Ólafur Thors - við Tjörnina
  • Vatnsberinn - horni Bankastrætis og Lækjargötu   



Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?