Björn Teitsson 26. feb. 2021

Mottumars er farinn af stað!

  • SOS_4643

Þótt febrúar sé enn í andarslitunum var Mottumars settur með formlegum hætti í dag. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu þá skeggsnyrtingu frá Herramönnum. 

Árveknisátak Krabbameinsfélagsins um krabbamein í körlum, Mottumars, var keyrt formlega í gang föstudaginn 26. febrúar kl. 13 í húsakynnum Slökkviliðsins í Skógarhlíð 14. Þar þáðu fulltrúar Slökkviliðsins og Landhelgisgæslunnar skeggsnyrtingu frá rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi. Þessir sömu fulltrúar tóku sig vægast sagt glæsilega út að snyrtingunni lokinni, eins og sjá má á þessum myndum. 

SOS_4785Þeir Einar Ingi Reynisson og Snorri Hrafnkelsson voru fulltrúar Landhelgisgæslunnar og voru stórglæsilegir. (MYND: Sigurður Ólafur Sigurðsson).

Mottumars hefur farið fram óslitið frá árinu 2011 og er átakinu ætlað að safna fé til rannsókna á krabbameinum í körlum, til ráðgjafar og stuðnings þeim sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra og forvarna gegn krabbameinum. Með því safna mottu sýna karlmenn hver öðrum stuðning og samstöðu í verki, en yfirskrift átaksins er einmitt „einn fyrir alla og allir fyrir einn.“

Á hverju ári greinast hátt í 900 karlmenn með krabbamein og um 320 látast af völdum krabbameina. Til að setja það í samhengi má benda á að á Ísafirði búa í heild sinni um 900 fullorðnir karlmenn.

Þó er rétt að benda á að yfir 7100 karlar sem hafa greinst með krabbamein eru enn á lífi en lífhorfur hafa batnað mikið á undanförnum áratugum. Um 26% karla sem greindust með krabbamein fyrir 40 árum lifðu í fimm ár eða lengur eftir greiningu en nú geta 68% vænst þess að lifa svo lengi eða lengur. 

_SOS4093Birkir Ágústsson, Freysteinn Oddsson og Jón Kristinn Valsson voru á heimavelli í dag. Kvenkyns fulltrúar Krabbameinsfélagsins sögðust hafa „kiknað í hnjánum“ þegar þeir stóðu upp úr rakarastólnum. (MYND: Sigurður Ólafur Sigurðsson). 

Við hvetjum alla landsmenn til að fara á www.mottumars.is og skrá sig til leiks, eða styðja við einhvern af fjölda þátttakenda sem safna nú mottu - og safna um leið fé til rannsókna á krabbameinum, fyrir fræðslu og forvarnarstarfsmi gegn krabbameinum, og til ráðgjafar-og stuðningsþjónustu fyrir karlmenn sem greinast, sem og aðstandendur þeirra. 


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?