Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 11. mar. 2019

Stenst hjónabandið mottumissinn?

  • 16
  • 9

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður, hefur tekið áskorun vina og ættingja um að raka af sér 50 ára gamalt yfirvaraskegg ef meira en ein milljón safnast til styrktar Mottumars.

Jón Steinar er líklega flestum kunnur og hann skartar áreiðanlega einni rótgrónustu mottu sem íslenska þjóðin þekkir. Mottuna hefur hann borið sleitulaust frá árinu 1969 og hún fagnar því 50 ára afmæli um þessar mundir.

Jón Steinar þekkir á eigin skinni að missa einhvern úr krabbameini, en bróðir hans lést fyrir aldur fram árið 2002 eftir illvíga baráttu við krabbamein í heila. Hann telur því afar mikilvægt að vel sé hlúð að sjúklingum og aðstandendum.

„Hingað til hef ég ekki hætt á að raka yfirvaraskeggið af þar sem mín heittelskaða, Kristín Pálsdóttir, heillaðist af mottunni á sínum tíma og hefur aldrei séð mig án hennar. Ég tek auðvitað ákveðna áhættu á að missa hana frá mér ef henni líkar alls ekki við mig mottulausan,“ segir Jón Steinar.

3

Þura Garðarsdóttir, tengdadóttir Jóns Steinars, fer fyrir stuðningshópnum og segist vona innilega að sem mest safnist: „Þessi hugmynd kom upp hjá okkur í barnaafmæli í byrjun mánaðarins og hann tók henni bara vel.“

Náist markmiðið verður mottan rökuð af við hátíðlega athöfn í rakarastól Kormáks og Skjaldar á Laugavegi 59 sunnudaginn 31. mars: „Vonandi stendur hjónabandið á styrkari stoðum en að það standi og falli með einni milljón króna mottu,“ segir Jón Steinar að lokum.

Þeir sem vilja leggja Mottumars lið og sjá Jón Steinar skegglausan geta lagt inn á reikning Krabbameinsfélagsins nr. 0301-26-005035, kt. 700169-2789.

Hér að neðan má sjá myndir af Jóni Steinar og mottunni góðu frá ýmsum æviskeiðum:

2

Received_326391571558179

16978
 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?