Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 27. maí 2019

Mikilvægur stuðningur að lífshlaupi loknu

Í gegnum árin hefur Krabbameinsfélagið hlotið erfðagjafir frá einstaklingum sem kjósa að láta hluta af eigum sínum renna til félagsins eftir sinn dag. Ástæðurnar eru af ýmsum toga, en oftast er það vegna persónulegrar reynslu og stuðnings við málstað félagsins eða til minningar um ástvin.

Erfðagjafir hafa skipt Krabbameinsfélagið miklu máli. Með þeim hefur félagið geta tekist á við ýmis brýn verkefni sem eru til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra.

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var sem dæmi stofnaður að hluta með fjármagni úr tveimur minningarsjóðum. Sjóðurinn styður árlega vísindarannsóknir sem snúa að orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Í byrjun mánaðarins var þriðja úthlutun úr sjóðnum og hlutu 12 vísindamenn styrki upp á samanlagt 60 milljónir.

Erfðagjafir hafa einnig stutt við Ráðgjafarþjónustu félagsins sem veitir ráðgjöf og stuðning fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra þeim að kostnaðarlausu.

Íbúðir sem félagið rekur á Rauðarárstíg hafa notið góðs af erfðagjöfum, en þær eru til afnota fyrir krabbameinssjúklinga á landsbyggðinni sem þurfa að sækja meðferð eða rannsókn til Reykjavíkur. Íbúðirnar eru í göngufæri við Landspítalann og létta mjög á tímabundinni húsnæðisþörf þessa hóps.

„Það er með miklu þakklæti, hlýhug og auðmýkt sem Krabbameinsfélagið veitir erfðagjöfum móttöku. Margir þeirra sem ákveða að gefa erfðagjöf hafa stutt félagið reglulega með ýmsum hætti í gegnum lífið og taka auk þess þá stóru ákvörðun að láta enn frekar gott af sér leiða eftir sinn dag. Fyrir þetta erum við óendanlega þakklát og við leggjum metnað í að nýta hverja krónu til hins ýtrasta í baráttunni gegn krabbameinum,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Nánari upplýsingar um erfðagjafir er að finna hér.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?