Ása Sigríður Þórisdóttir 13. maí 2020

Mikil eftirspurn eftir skimun hjá Leitarstöðinni

  • Guðrún Birgisdóttir, geislafræðingur, í brjóstamyndatöku á Leitarstöð 2019.

Til að koma til móts við mikla eftirspurn eftir skimun hefur Leitarstöðin fjölgað tímum í legháls- og brjóstaskimunum. Tímapantanir í síma 540 1919

Konur hafa tekið vel við sér eftir að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins opnaði á ný þann 4. maí eftir tímabundna lokun vegna Covid-19. Til að koma til móts við mikla eftirspurn eftir skimun hefur Leitarstöðin fjölgað tímum í legháls- og brjóstaskimunum. Þess er gætt að fylgja eftir leiðbeiningum frá sóttvarnaryfirvöldum.

„Þetta eru afar ánægjulegt tíðindi því skimanir eru mikilvægur liður í því að greina krabbamein á forstigi og draga þannig úr líkum á dauðsföllum af völdum þeirra. Við vitum að það er nánast hægt að koma í veg fyrir leghálskrabbamein með reglubundinni skimun og greiningu á forstigi og með skimun fyrir brjóstakrabbameinum aukast líkur á að meinin finnist snemma, sem eykur líkur á lækningu. Við hvetjum konur til að bregðast við og panta tíma hafi þær fengið boð í skimun,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Leitarstöðvar.

Gjaldfrjáls skimun skilar árangri

Krabbameinsfélagið telur mikilvægt að skimun verði gjaldfrjáls og hefur lagt það til við stjórnvöld, til að tryggja jafnt aðgengi að skimun.

Félagið hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að auka þátttöku kvenna í skimunum með góðum árangri. Á síðasta ári stóð félagið fyrir tilraunaverkefni þar sem konum, sem var boðið í fyrsta sinn í skimun, bauðst hún þeim að kostnaðarlausu. Var það gert til að kanna hvort kostnaður við skimun hefði áhrif á þátttöku kvenna. Verkefnið var fjármagnað af Krabbameinsfélaginu. Niðurstöður verkefnisins voru afgerandi, 27% kvenna á 23. aldursári og 11% kvenna á 40. aldursári sögðust ekki hafa mætt í skimun nema af því að hún var ókeypis. Því er ljóst að gjaldfrjáls skimun skiptir miklu máli en 34% aukning var milli ára á komum í skimun meðal 23 ára kvenna í leghálsskimun og 51% hjá 40 ára konum í brjóstaskimun. Skimun er ókeypis á flestum Norðurlandanna, til að tryggja jafnt aðgengi að henni.

Erfðagjöf frá Láru Vigfúsdóttur kemur þúsundum kvenna til góða

Leitarstöðinni barst á síðasta ári vegleg erfðagjöf frá innanhússarkitektinum Láru Vigfúsdóttur frá Vestmannaeyjum. Ákveðið var að nýta gjöfina í þágu kvenna með því að bjóða áfram gjaldfrjálsa skimun. Þannig má reikna með að á þriðja þúsund konur, sem koma í fyrsta skipti í skimun fyrir krabbameinum njóti góðs af gjöf Láru. Þakklæti til Láru fyrir þessa stóru gjöf til samfélagsins er mikið.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?