Ása Sigríður Þórisdóttir 10. ágú. 2022

Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Í krabbameinsþjónustu Landspítala hefur verið tekin í notkun ný rafræn samskiptagátt Meðvera sem bætir þjónustu við sjúklinga umtalsvert.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis og er styrkt af Krabbameinsfélagi Íslands og Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins.

https://vimeo.com/726715736


Tilgangur samskiptagáttarinnar er að bæta einstaklingum í heimahúsum aðgengi að upplýsingum og þjónustu og auðvelda heilbrigðisstarfsfólki að hafa yfirsýn yfir sjúklingahópinn, fylgja eftir breytingu á líðan og einkennum og geta á einfaldan hátt haft samskipti við sjúklinginn og sent fræðsluefni.

Hugmyndin að verkefninu er sprottin úr klínísku starfi á Landspítala. Langflestir einstaklingar með krabbamein dvelja meira heima hjá sér en á spítala og hafa því oft þörf fyrir stuðning og fræðslu til þess að takast á við einkenni og aukaverkanir meðferðar og sjúkdóms.

Erlendar rannsóknir sýna að sambærilegar veflausnir hafa meðal annars eflt sjálfsumönnun, bætt líðan og öryggi sjúklinga með krabbamein.

 


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?