Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 29. jan. 2020

Matardiskar stækka um 15% á milli kynslóða

Á síðustu öld hafa matardiskar landsmanna stækkað um nánast 15% á milli kynslóða og matarskammturinn sem fer á diskana sömuleiðis. 

Þetta er ekki vegna aukinnar orkuþarfar þjóðarinnar, en hefur áhrif á það hversu mikið við látum ofan í okkur. 

„Ef við tökum matardiskana mína, mömmu og ömmu er áhugavert að sjá stærðarmuninn. Með kynslóðunum hreyfum við okkur minna, margir eru í kyrrsetuvinnu og því augljóst að orkuþörfin er minni, ef eitthvað er, á milli kynslóða,“ segir Birna Þórisdóttir, doktor í næringarfræði og sérfræðingur í forvörnum og fræðslu hjá Krabbameinsfélaginu. „Diskarnir ættu eiginlega að fara minnkandi ef við leggjum áherslu á að borða í takt við hreyfingu og orkunotkun.“ 

Þróunin í sölu matvæla hefur einnig verið á þá leið að hvetja til meiri matarneyslu sem tengja má við þyngdaraukningu þjóðarinnar síðustu áratugi. „Matvælaframleiðendur og veitingastaðir auglýsa alls kyns tilboð til að fá okkur til að kaupa meiri mat og borða meira; tveir fyrir einn, keyptu tvo og fáðu þriðja frían, borgaðu aðeins meira og tvöfaldaðu skammtinn. Skilaboðin eru algjörlega úr takt við þörfina,“ segir Birna. 

Ofþyngd er einn áhættuþáttur í fjölda sjúkdóma, en hæfileg líkamsþyngd er einn þeirra þátta sem lögð er áhersla á þegar kemur að forvörnum gegn krabbameinum.

Fræðsludeild Krabbameinsfélagsins býður upp á fyrirlestra, meðal annars á vinnustöðum, með áherslu á forvarnir gegn krabbameinum. Sex lykilþættir eru taldir til áhrifaríkra forvarna; tóbaksvarnir, áfengisvarnir, sólarvarnir, hreyfing, hollt mataræði og hæfileg líkamsþyngd.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins 2020.


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?