Guðmundur Pálsson 6. ágú. 2021

Mara­þon 2021: „Ég hleyp af því ég get það”

Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni láta gott af sér leiða og safna fé til góðgerðarmála. Einkunarorð Krabba­meins­félags­ins í hlaupinu, „Ég hleyp af því ég get það”, eru fengin að láni frá Gunnari Ármanssyni sem safnaði fyrst áheitum fyrir félagið árið 2011.

Þá hljóp Gunnar fimm maraþonhlaup til að fagna því að fimm ár voru liðin frá því hann lauk krabbameinsmeðferð. Þessi einkunarorð hafa orðið mörgum hvatning til að hlaupa fyrir félagið með sömu tilfinningu í brjósti.

Hlaupið fyrir Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess

Hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðs málefnis. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrkur.is og er hægt að velja á milli fjölmargra góðgerðarfélaga. Þeirra á meðal er Krabbameinsfélagið og nokkur aðildarfélög þess og eru hlauparar sem ekki hafa valið sér félag hvattir til að gera það sem fyrst. Í ljósi þess að hlaupinu hefur verið frestað til 18. september gefst enn betri tími til að safna áheitum og láta verulega gott af sér leiða.

„Hleyp til heiðurs pabba”

Meðal þeirra sem hleypur til styrktar Krabbameinsfélaginu í ár er Marinó Eggertsson sem heiðrar um leið minningu föður síns.

„Ég veit fyrir víst að pabbi væri fyrstur að mæta til þess að hvetja mig til dáða og er leitt að geta ekki haft hann hjá mér í þetta sinn. Ég hleyp því fyrir hann og safna áheitum fyrir Krabbameinsfélag Íslands sem vinnur gríðarlega mikilvægt starf í baráttunni við krabbamein", segir Marinó sem hefur þegar safnað 175.000 kr.

Marino


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?