Guðmundur Pálsson 5. sep. 2023

Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Krabbameinsfélagið býður til málþings í tilefni alþjóðadags krabba­meins­rannsókna fimmtudaginn 21. september, í húsi Krabbameinsfélagsins, þar sem við ræðum vísindin á mannamáli.


Málþingið hefst kl.16:30 á 1. hæð. Í beinu framhaldi verður síðan boðið upp á léttar veitingar ásamt veggspjaldakynningum á 4. hæð kl.18:00.

Við vonum að allir sem tengjast krabbameinsrannsóknum á Íslandi og hafa áhuga á auknum árangri í baráttunni við krabbamein noti tækifærið og taki þátt í deginum með okkur. Krabbamein varða okkur öll og framfarir verða fyrst og fremst í gegnum vísindastarf.

Þátttaka er gjaldfrjáls og öllum opin en skráning er nauðsynleg. 

Dagskrá:

  • Bráðhress með fjórða stigs sortuæxli - Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum
  • Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins - Áfram veginn - Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins
  • Vísindafólk segir frá rannsóknum sínum - Valgerður Jakobína Hjaltalín og Jón Þórir Óskarsson
  • Vísindi og rannsóknir í krabbameinsþjónustu á Landspítala frá sjónarhóli sérfræðings og notanda - Dr. Sigurdís Haraldsdóttir, dósent við læknadeild HÍ og yfirlæknir á Landspítala og Stefán Heiðar Brynjólfsson

Fundarstjóri: Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins.

Að loknum erindum flytjum við okkur upp á 4. hæð þar sem fjölbreyttar krabba­meins­rannsóknir verða kynntar á veggspjöldum og gestum bjóðast veitingar.

Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabba­meins­rannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila.

Malthing_althjodadagur_krabbameinsrannsokna_2023-fin

 


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?