Ása Sigríður Þórisdóttir 18. mar. 2024

Mætir Heilsuvörður Mottumars með skemmtilegt pepp á þinn vinnustað?

Herferð Mottumars í ár ber nafnið Kallaútkall og byggir á því að um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsvenjum, þar á meðal reglulegri hreyfingu. Af því tilefni stöndum við fyrir skemmtilegum leik þar sem fyrirtæki skrá sig til leiks og nokkur verða svo dregin út og fá heimsókn á vinnustaðinn frá Heilsuverði Mottumars sem kemur á staðinn á Mottudaginn og verður með skemmtilegt pepp inn í daginn. 

Með þessu vill Krabbameinsfélagið auka vitund um mikilvægi daglegrar hreyfingar. Það þarf ekki nema örfáar mínútur á dag og öll hreyfing skiptir máli. 

 

 

 

  • Dregið verður, fimmtudaginn 21. mars kl. 15:00 og haft samband við þau fyrirtæki sem detta í lukkupottinn. Um innanhússviðburð er að ræða.

KRA_16487_KallautkallRvk_Markpostur_3Góðar lífsvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir m.a. máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Því erum við nú í Mottumars að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Það er von okkar að „Kallaútkallið“ hjá Reykjavíkurborg muni hvetja aðra vinnustaði til að fylgja fordæminu. Öll hreyfing gerir gagn og það er aldrei of seint að byrja. Gleymum heldur ekki að hafa gaman!

https://www.youtube.com/watch?v=DKofbQSpc3c





Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?