Sigurlaug Gissurardóttir 19. mar. 2016

Lokahóf Mottumars 2016

  • Kristján BJörn Tryggvason var í fyrsta sæti í einstaklingskeppni Mottumars
    Kristján BJörn Tryggvason var í fyrsta sæti í einstaklingskeppni Mottumars

Lokahóf Mottumars og verðlaunaafhending fór fram í húsnæði Hvalasýningarinnar að Grandagarði 23-25, föstudaginn 18. mars.

Kristján Björn Tryggvason sigraði Mottukeppni Mottumars með yfirburðum en hann safnaði um 1,6 mkr. Þetta er í sjötta skipti sem Kristján Björn tekur þátt í áheitakeppni Mottumars en alls hefur hann safnað um 5 mkr í keppninni í heildina. Jakob Jóhannsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins afhenti verðlaunin. Alls hafa safnast um 6,4 mkr í keppninni en áfram er tekið við framlögum á mottumars.is

Einstaklingskeppnin - úrslit

1. Kristján Björn Tryggvason – safnaði kr. 1.582.843 kr. 
Kristján fékk að launum veglegt gjafabréf að verðmæti 100.000 kr. frá MAX1 á Nokian dekk og umfelgun, gistingu og kvöldverð í boði Stracta hótel, Veiðikortið, miða fyrir alla fjölskylduna á Hvalasafnið, skeggsnyrtisett frá Vikingr.

2. Arnar Hólm Ingvason – safnaði 268.500 kr.
Arnar fékk að launum Buggyferð frá Buggy Adventures, Veiðikortið, Vikingr skeggvörur og miða fyrir alla fjölskylduna á Hvalasýningun .

3. Sturla Magnússon – safnaði 116.139 kr.
Sturla fær gjafabréf frá Artic Rafting, Veiðikortið, Vikingr skeggsnyrtisett, miða fyrir alla fjölskylduna á Hvalasýninguna og gjafabréf fyrir tvo á Gló.

 Liðakeppni - úrslit

1. Alcoa – söfnuðu 668.000 kr.
Alcoa fékk að launum leik hjá Reykjavík Escape og Loftbolta fyrir allt að 10 manns.

2. Actavis – söfnuðu 476.500 kr.
Actavis fékk að launum leik fyrir allt að 10 manns hjá Loftboltum og leik í bogfimi fyrir 6 manns hjá Bogfimisetrinu .

3. Síminn sölu-og þjónustusvið - söfnuðu 348.233 kr.
Lið Símans fékk leik í Loftbolta fyrir allt að 10 manns.

Fegursta Mottan 2016

Sindri Þór Hilmarsson valdi Fegurstu Mottuna í ár en hann rekur fyrirtækin Vikingr sem sérhæfir sig í skeggvörum. Þetta sagði Sindri Þór um mottuna:

„Margar fallegar en þessi stóðu upp úr í mínum huga. Sérlega tignarleg, þétt og falleg motta“.

Vinningshafi var Erlendur Svavarsson en hann fékk að launum gistingu á Hótel Húsafelli, Veiðikortið , miða á Hvalasýninguna fyrir alla fjölskylduna og Vikingr skeggvörusett.

Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þátttakenda og styrktaraðila Mottukeppninnar fyrir dyggan stuðning við baráttuna gegn krabbameini í körlum.

Vinninga þarf að vitja tveimur mánuðum eftir úrdrátt.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?