Björn Teitsson 4. jan. 2021

Lífeindafræðinemar við HÍ fengu fimm smásjár að gjöf

  • Frumukonur

Martha Á. Hjálmarsdóttir, námsbrautarstjóri við lífeindafræði í HÍ, veitti smásjánum viðtöku. Þær eiga eftir að koma að góðum notum að hennar sögn. 

Á síðasta vinnudegi ársins 2020 tók Martha Á. Hjálmarsdóttir, námsbrautarstjóri í Námsbraut í lífeindafræði við Háskóla Íslands, við fimm smásjám sem notaðar hafa verið við skimun og rannsóknir hjá Leitarstöð og Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Þær voru gefnar námsbrautinni nú þegar Leitarstöðin var lögð niður. 

Martha sagði við það tækifæri að smásjárnar kæmu sér mjög vel en að gleðin yfir gjöfinni væri tregablandin því með niðurlagningu Leitarstöðvarinnar og Frumurannsóknarstöðvarinnar glataðist mjög mikilvæg þekking sem konur þessa lands þyrftu á að halda. 

Hún sagði leitt hve umfjöllun um starfsemina hafi verið óvægin því mjög gott starf hefði verið unnið til fjölda ára og því væri mikilvægt að muna að lífeindafræðingar Leitarstöðvarinnar geta kvatt starfið sitt stoltar og óskaði þeim innilega velfarnaðar.  


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?