Ása Sigríður Þórisdóttir 29. ágú. 2022

Laus störf: sérfræðingar á sviði forvarna og tölfræði

Krabbameinsfélagið leitar að tveimur metnaðarfullum sérfræðingum til starfa við forvarnir og fræðslu, tölfræði og gagnavinnslu.

Hjá Krabbameinsfélaginu starfar mjög öflugur og fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem vinnur í þágu fólksins í landinu að markmiðum félagsins: að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Fræðsla og forvarnir:

Við leitum að skapandi, skipulögðum, sjálf­stæðum og drífandi eldhuga í fjölbreytt starf. Starfshlutfall er 70 – 100%.

Starfið felst meðal annars í að vinna að ýmiskonar fræðsluefni sem snýr að forvörnum og mörgum öðrum málefnum sem varða krabbamein á fjölbreyttan hátt og vinnu við átaksverkefni og viðburði auk annars samstarfs við aðrar deildir félagsins og samstarfsaðila.

Starfið gerir kröfu um mjög góða færni í að tjá sig í riti og ræðu, þjónustulund, sjálfstæði og frumkvæði í starfi, skipulagshæfileika, færni og lipurð í samskiptum.

Viðkomandi skal vera heilbrigðisstarfsmaður. Viðbótarmenntun, til dæmis í lýðheilsuvísindum er kostur. Góð íslenskukunnátta er áskilin auk kunnáttu í ensku og Norðurlandamáli.

Umsóknir, ásamt náms- og starfsferils­skrám og afritum af prófskírteinum og starfs­leyfum, skal senda Sigrúnu Elvu Einarsdóttur, teymisstjóra, á netfangið sigrunelva@krabb.is í síðasta lagi 8. sept­ember nk. Sigrún Elva veitir einnig nánari upplýsingar.

Rannsókna- og skráningarsetur:

Við leitum að öflugum liðsfélaga með hjart­að á réttum stað, til starfa á sviði tölfræði og gagnavinnslu. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf, 70-100% starfshlutfall.

Helstu verkefni eru tölfræðileg úrvinnsla, gagnavinnsla í rannsóknarverkefnum, afhending gagna úr krabbameinsskrá til samanburðar við önnur lönd, gagnaöryggi, leiðbeining nemenda og skráning krabbameina. Í starfinu er gerð krafa um sjálfstæði og frumkvæði, mikla nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni í samskiptum.

Viðkomandi skal hafa háskólamenntun í heilbrigðisverkfræði, tölfræði eða sambærilega menntun. Góð almenn tölvuþekking, reynsla af forritun og gagnavinnslu er nauðsynleg svo og áhugi á krabbameinsrannsóknum, tölfræði og faraldsfræði. Góð íslenskukunnátta og kunnátta í ensku og gjarnan einu Norðurlandamáli er nauðsynleg.

Umsóknir, ásamt náms- og starfsferilsskrám og afritum af prófskírteinum og starfsleyfum, skal senda Laufeyju Tryggvadóttur, forstöðumanni laufeyt@krabb.is í síðasta lagi 8. september nk. Laufey veitir einnig nánari upplýsingar. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?