Björn Teitsson 8. jún. 2021

Laufey og Jóhanna fulltrúar Íslands í Horizon Europe

  • Laufey-KI-juni-2018-uti-3-1-

Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og Jóhanna Eyrun Torfadóttir sérfræðingur hjá Rannsókna- og skráningarsetrinu, taka þátt í aðgerðum ESB í krabbameinsvörnum í gegnum Rannsókna- og nýsköpunaráætlun sambandsins.

Stór hækkun varð nýlega á þeirri upphæð sem Evrópusambandið setur í varnir gegn krabbameinum í Evrópu í gegnum Horizon Europe, Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027. Þannig eru 4 milljarðar evra áætlaðir í næstu Krabbameinsáætlun Evrópu (Europe's Beating Cancer Plan) og mun mestur hluti upphæðarinnar fara í Horizon Europe. Ísland á nú tvo fulltrúa í undirhópi Horizon sem fjallar um krabbamein, þær Laufeyju Tryggvadóttur og Jóhönnu Eyrúnu Torfadóttur.

K66-Johanna-1-Jóhanna Eyrún Torfadóttir.


Nota á féð í forvarnir og skimun fyrir krabbameinum, jöfnun aðgangs að greiningu og meðferð og í að bæta lífsgæði krabbameinssjúklinga og þeirra sem læknast.
Horizon Europe - Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027 - styður við rannsóknir og nýsköpun á öllum fræðasviðum. Markmið áætlunarinnar er að byggja upp sterkt vísinda- og nýsköpunarumhverfi í Evrópu sem leiðir af sér aukin tækifæri til atvinnu, betri samkeppnishæfni auk þess að mæta þörfum allra íbúa á svæðinu.Ísland er fullgildur aðili áætlunarinnar og hafa Íslendingar því jafnan rétt og aðrir innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.


Heilbrigðisvísindi falla undir Stoð 2 – Áskoranir og samkeppnishæfni.


Nýverið var stofnaður undirhópur í Horizon Europe með fókus á krabbamein (Subgroup on cancer) og á Ísland þar tvo fulltrúa. Undirhópurinn enduspeglar nýstárlega nálgun framkvæmdastjórnar ESB, þar sem þetta verður eini hópurinn þar sem heilbrigðisyfirvöld og vísindasamfélagið koma saman til að ræða áherslur á sviði krabbameina, þ.m.t. samhæfingu aðgerða.


Fulltrúar Íslands:
Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands og klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands var tilnefnd af Rannís sem fulltrúi vísindasamfélagsins á Íslandi.J óhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Landlæknisembættinu var tilnefnd af Heilbrigðisráðuneytinu sem fulltrúi íslenskra stjórnvalda.


Fyrsti fundur undirhópsins var haldinn í maí 2021.


Hér má sjá tilkynningu Evrópusambandsins um stofnun undirhóps um krabbamein:https://ec.europa.eu/health/sites/default/files/non_communicable_diseases/docs/ev_20210304_flash_en.pdf


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?