Guðmundur Pálsson 28. ágú. 2020

Langar þig að finna nýjar leiðir til að takast á við nýjar áskoranir?

Við hjá Krabbameinsfélaginu lýsum eftir hæfileikaríkum eldhuga til að stýra og vinna að kynningarmálum félagsins í öflugu teymi sérfræðinga við fræðslu, fjáröflun og miðlun af öllu tagi.

Starfið er mjög spennandi og fjölbreytt og hverfist í kringum markmið félagsins og aðildarfélaga þess, sem eru að fækka þeim sem fá krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem fá sjúkdóminn og aðstandenda þeirra.

Í starfinu eru gerðar ríkar kröfur um frumkvæði og sjálfstæði í starfi, góða samskiptafærni og vilja til að vinna í teymi.

Viðkomandi þarf að hafa reynslu af kynningarmálum, skrifum frétta, notk­un samfélagsmiðla, samskipt­um við fjölmiðla og kunna á algeng­an hugbúnað í tengslum við miðlun í víðu samhengi, þar með talið hljóð og mynd. Gott vald á íslensku máli er alger nauðsyn og góð þekking á ensku og norðurlandamáli er æskileg. Viðkomandi starfsmaður þarf að vera skipulagður, skapandi, sveigjanlegur og með mikinn faglegan metnað.

Umsóknir, ásamt náms- og starfs­feril­skrá, skal senda Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, á netfangið halla@krabb.is, í síðasta lagi 13. september nk. 

Halla veitir einnig nánari upplýsingar.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?