Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 27. jún. 2019

Lætur af störfum eftir 31 ár við smásjána

Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur, lét af störfum fyrir Krabbameinsfélagið í gær, en hún hefur starfað við frumurannsóknir hjá félaginu í 31 ár og skoðað vel á 200.000 leghálssýni. 

Auður vann sem deildarstjóri frumurannsóknarstofunnar í 17 ár. Hún ákvað fyrir nokkrum árum að hætta á 69. aldursárinu og hóf þá að draga smám saman úr ábyrgð sinni. Hún hætti sem deildarstjóri árið 2017 og við starfinu tók Þorbjörg Jónsdóttir, en hún hefur unnið við hlið Auðar í mörg ár.

„Það hefur verið heiður að fá að starfa með Auði öll þessi ár. Hún hefur viðamikla þekkingu á öllu sem við kemur leghálssýnum og hefur með kennarahæfileikum sínum miðlað þeirri þekkingu til samstarfsfólks síns. Hún hefur einnig staðið með okkur í lífins ólgusjó sem er ómetanlegt,“ segir Þorbjörg og bætir við að á frumurannsóknarstofunni hafi ríkt góður starfsandi og starfsmannavelta hafi verið lítil: „Þökk sé Auði.“

Dagurinn í gær var stór dagur í lífi Auðar sem vann sinn síðasta vinnudag, en segist þó muni heimsækja Skógahlíðina reglulega. 

„Það er hins vegar óneitanlega skrýtin tilfinning sem bærist innra með manni þegar maður er að hætta störfum, sérstaklega þegar maður hefur starfað svona lengi á sama vinnustað,“ segir Auður sem mun þó ekki sitja auðum höndum eftir starfslokin, því fjöldi verkefna bíða hennar í tengslum við heimili og fjölskyldu.

Krabbameinsfélagið þakkar Auði ómetanlegt starf í þágu skimana fyrir leghálskrabbameini og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.  

Fruma2-1000

Á myndinni er Auður í hópi samstarfsfólks á Frumurannsóknarstofunni. Frá vinstri Hrafnhildur Óttarsdóttir, Auður Eiríksdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðný Ása Þorsteinsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Herdís J. Guðjónsdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir og Þórdís Björg Kristinsdóttir.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?