Ása Sigríður Þórisdóttir 1. maí 2020

Spjaldtölvur frá Krabba­meins­félaginu draga úr einangrun sjúklinga og auðvelda samskipti

  • Kristjana Guðrún Guðbergsdóttir hjúkrunardeildarstjóri blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans.

Krabbameinsfélagið hefur fært blóð- og krabba­meins­lækningadeild Landspítalans spjaldtölvur að gjöf sem nýtast munu sjúklingum til að eiga samskipti við fjölskyldu og vini, njóta fræðslu og fróðleiks og fylgjast betur með daglegu lífi utan spítalans.

„Heimsóknarbann á heilbrigðisstofnanir vegna Covid-19 er mjög íþyngjandi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra” segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Ráðgjafarþjónustan hefur á að skipa öflugum hópi fagfólks sem sinnir ráðgjöf við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra með margvíslegum hætti.

„Í ljósi aðstæðna síðustu vikna höfum við fyrst og fremst getað aðstoða fólk í gegnum síma og í þeim fjölmörgu samtölum sem við höfum átt við okkar skjólstæðinga kemur ítrekað fram að þessi óhjákvæmilega skerðing á hefðbundnum samskiptum er fólki þungbær”, segir Sigrún.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins hefur brugðist við með margvíslegum hætti og til að mynda hefur miðlun á stuðningsefni verið margfölduð á síðustu vikum og má þar nefna fjölbreyttan fróðleik um næringu, hvíld, hreyfingu, svefn, slökun og svo mætti lengi telja. Þetta efni hefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð.

„Það er auðvitað ekki nóg að bæta í miðlunina eins og við höfum gert heldur þarf efnið einnig að ná til þeirra sem helst þurfa á því að halda og því var rökrétt framhald hjá okkur að færa spítalanum þessar spjaldtölvur sem nýtast munu sjúklingum til að lesa og hlusta á uppbyggjandi efni en ekki síst til þess að geta átt í eins góðum samskiptum við sína nánustu eins og mögulegt er miðað við aðstæður”.

Hér er að finna frekari upplýsingar um ráð til aðstandenda sem ekki geta heimsótt ástvini á sjúkrastofnanir.

Krabb-spjaldtolvugjof011Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins afhendir Kristjönu Guðrúnu Guðbergsdóttur hjúkrunardeildarstjóra blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans gjöfina.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?